Lífið

Gjörningurinn Horfið fluttur í Mengi í kvöld

Stefán Þór Hjartarson skrifar
Listakonan Elísabet Birta Sveinsdóttir flytur gjörninginn.
Listakonan Elísabet Birta Sveinsdóttir flytur gjörninginn.

Gjörningurinn Horfið eftir Elísabetu Birtu Sveinsdóttur verður sýndur í Mengi í kvöld klukkan níu. Tónlistin er unnin í samstarfi við Ísabellu Katarínu Márusdóttir.

„Sýningin er á mörkum þess að vera myndlist, dans eða tónleikar og fjallar um hlutgervingu kvenlíkamans líkt og dýra í neyslusamfélagi samtímans, verkið byggist á yfirdrifinni tilvistarkreppu og uppgjöf gagnvart mannskepnunni. Endurtekning og þráhyggja í verkinu sem birtist í gjörðum flytjandans snýst um sjálfsmeiðingu í vítahring kapítalismans, samfélagsins sem er eins og fangelsi. Persónan er sértekning eða abstraktisering á göllum manneskjunnar í nútímanum, hún er gagnrýnin en einnig sek, lifir og tekur þátt í umhverfi sem hún skapaði utan um sig sjálfa sem er að kúga hana,“ segir Elísabet en hún sviðs- og myndlistarkona sem er búsett í Reykjavík.

Elísabet hefur síðustu ár unnið mikið með birtingarmyndir kvenlíkamans og hvernig hann er meðhöndlaður og hlutgerður í neyslusamfélagi nútímans.

Elísabet sýndi verkið 51. A.D. á samsýningunni Svipasafnið í Verksmiðjunni á Hjalteyri og verkið Cold Intimacy sem hún frumflutti í Mengi sumarið 2016. Hún er útskrifuð með BA-gráðu í samtímadansi frá Listaháskóla Íslands og BA-gráðu í myndlist frá sama skóla.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.