Fótbolti

Keane: Liverpool ekki unnið neinn enn þá

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Keane liggur ekki á skoðunum sínum.
Keane liggur ekki á skoðunum sínum. vísir/getty

Eftir stórsigur Liverpool á Spartak Moskvu í gærkvöld keppast menn við að hrósa Jurgen Klopp og hans mönnum fyrir frammistöðu sína. Einn maður er þó ekki á þeim vagninum, en Roy Keane sagði Liverpool ekki hafa unnið neinn enn.

Liverpool tryggði sér sigur í E-riðli Meistaradeildar Evrópu með því að valta 7-0 yfir Sparktak.

„Sóknarmenn þeirra nutu leiksins, en stóru prófin eiga eftir að koma. Þeir hafa unnið litlu liðin svokölluðu, en hafa ekki unnið neinn ennþá,“ sagði Keane, sem er einn sparksérfræðinga bresku sjónvarpsstöðvarinnar ITV.

„Það er skemmtilegt að horfa á þá, en þeir myndu ekki fá þennan tíma og pláss á móti góðu liði, svo einfalt er það.“

Keane gerði garðinn frægan með erkióvinunum í Manchester United, en hann spilaði fyrir félagið á árunum 1993-2005.

„Ef þú þekkir leikinn þá skilur þú að þeir eiga svo miklu stærri og erfiðari próf fram undan,“ sagði Roy Keane.

Liverpool gæti dregist á móti stórliðum eins og Real Madrid eða Bayern Munich þegar dregið verður í 16-liða úrslit á mánudaginn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.