Innlent

Rafmagn komið aftur á

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Meðal annars er rafmagnslaust á því svæði í Garðabæ þar sem Costco er.
Meðal annars er rafmagnslaust á því svæði í Garðabæ þar sem Costco er. vísir/eyþór

Uppfært klukkan 11:07: Rafmagn er komið aftur á að því er segir á Facebook-síðu HS Veitna. Ástæða rafmagnsleysisins var útleysing hjá Landsneti. Hér fyrir neðan má sjá upphaflegu fréttina um rafmagnsleysið.

Rafmagnslaust er í Hafnarfirði og hluta Garðabæjar sem og á Álftanesi. Er meðal annars rafmagnslaust á því svæði þar sem Marel, IKEA og Costco eru til húsa og er hin víðfræga IKEA-geit því rafmagnslaus.

Samkvæmt upplýsingum frá HS Veitum er ekki vitað hver orsök rafmagnsleysisins er og er farið að leita að biluninni sem veldur því.

Uppfært klukkan 10:59: Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er rafmagn byrjað að detta inn á einhverjum svæðum þar sem það fór út áðan en hvorki fást nákvæmar upplýsingar um hvar það er komið á né hvað veldur rafmagnsleysinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.