Sport

Róbert setti nýtt Íslandsmet

Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir skrifar
Íslenski hópurinn í Mexíkó
Íslenski hópurinn í Mexíkó mynd/íf

Róbert Ísak Jónsson setti nýtt Íslandsmet í 100m baksundi í nótt á Heimsmeistaramóti fatlaðra í 50m laug sem fram fer í Mexíkó.

Róbert varð annar í sundinu og vann þar með sín önnur silfurverðlaun á mótinu. Hann var í harðri baráttu við Bandaríkjamanninn Lawrence Sapp um gullið, en munurinn á þeim var talinn í sekúndubrotum.

Nýtt Íslandsmet Róberts er 1:06.99 mínútu, en fyrra metið átti hann sjálfur. Það setti hann í apríl þegar hann synti á 1:07.81. Hann bætti því metið um tæpa sekúndu.

Már Gunnarsson varð sjöundi í úrslitum í 200m fjórsundi og Sonja Sigurðardóttir varð áttunda í úrslitum 50m skriðsunds.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.