Fótbolti

Tíu met voru slegin í Meistaradeildinni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Milner lagði upp fleiri mörk en nokkur annar í Meistaradeildinni þetta árið
Milner lagði upp fleiri mörk en nokkur annar í Meistaradeildinni þetta árið vísir/getty

Alls sáu tíu ný met dagsins ljós í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu sem kláraðist í gærkvöld.

Fleiri mörk voru skoruð en nokkurn tímann áður, 306 talsins, og varð Cristiano Ronaldo fyrstur allra til þess að skora í öllum leikjum riðlakeppninnar.

Þá skoruðu bæði Ronaldo og Lionel Messi sitt 60. mark í riðlakeppninni. Paris Saint-Germain hefur skorað flest mörk allra liða í einni riðlakeppni á vegum UEFA (bæði Meistaradeildar og Evrópudeildar), 25 talsins.

Aldrei áður hafa fimm lið frá sömu þjóð komist upp úr riðlunum, en öll ensku liðin náðu því í ár. Þá unnu fjögur af ensku liðunum riðla sína.

Liverpool jafnaði metið um stærsta sigur í riðlakeppninni, 7-0, en liðið vann tvo af leikjum sínum með þessari markatölu, gegn Maribor og Spartak Moskvu.

Fjögur lið fóru í gegnum riðlakeppnina ósigruð: Barcelona, Besiktas, Liverpool og Tottenham. Atletico Madrid gerði flest jafntefli, fjögur talsins.

Ronaldo var markahæstur riðlakeppninnar, með níu mörk. James Milner gaf flestar stoðsendingar, fimm stykki.

Saul Niguez, leikmaður Atletico Madrid, hljóp lengst allra í einum spretti, 72,181 metra. Sevilla-maðurinn Ever Banega átti flestar kláraðar sendingar, 613 talsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.