Íslenski boltinn

Damir framlengdi við Blika

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Damir Muminovic verður áfram í grænu treyjunni.
Damir Muminovic verður áfram í grænu treyjunni. vísir/andri marinó

Damir Muminovic hefur framlengt samning sinn við Breiðablik. Þetta kemur fram á stuðningsmannavef Breiðabliks, blikar.is

Miðvörðurinn hefur spilað 130 leiki með Blikum og skorað 6 mörk. Hann skrifaði undir til þriggja ára.

Undirritun samningsins fer fram nákvæmlega fjórum árum eftir að Damir skrifaði undir sinn fyrsta samning við Breiðablik.

„Damir er ekki einungis öflugur varnarmaður heldur einnig sterkur karakter sem drífur félaga sína áfram. Það er ánægjulegt að leikmenn eins og Damir hafi metnað og framtíðarsýn til þess að fylgja Blikaliðinu inn í framtíðina með nýjum þjálfara,“ sagði í frétt blikar.is.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.