Fótbolti

Leikmenn Spartak hefðu betur stundað smá bólfimi fyrir leikinn í gær

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Quincy Promes, leikmaður Spartak, og Victoria Gameeva, læknir liðsins.
Quincy Promes, leikmaður Spartak, og Victoria Gameeva, læknir liðsins. mynd/instagram

Spartak Moskva gerði heiðarlega tilraun til að komast í 16 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í gærkvöldi en til þess þurfti það að vinna Liverpool á Anfield.

Skemmst er frá því að segja að það tókst ekki, eins og flestir vita, en lærisveinar Jürgens Klopps fóru gjörsamlega hamförum og unnu leikinn, 7-0. Dagskrá var í raun lokið eftir 19 mínútur þegar að staðan var orðin 3-0.

Spartak notaði öll brögðin í bókinni til að undirbúa sig sem best fyrir leikinn, en leik menn liðsins máttu til dæmis ekki stunda kynlíf fyrir leik í gær.

Victoria Gameeva, læknir Spartak-liðsins, bannaði alla bólfimi áður en þessi mikilvægi leikur hófst, en í viðtali við rússneska sjónvarpsstöð sagði hún:

„Frá læknisfræðilegu sjónarmiði virkar sú örvun að stunda kynlíf fyrir kappleik aðeins á konur. Í blönduðum bardagalistum gæti kona stundað kynlíf fimm til tíu mínútum fyrir bardaga og náð betri úrslitum. Þetta virkar öfugt á karlmenn. Þeir ættu að forðast kynlíf tveimur til þremur dögum fyrir fótboltaleiki.“

Það efast enginn um orð læknisins enda hefur þetta margsinnis verið rannsakað og hefur Ronda Rousey, UFC-stjarna, oft talað um að hún stundar mikið kynlíf áður en hún fer inn í hringinn.

Þetta virkaði þó sannarlega ekki fyrir leikmenn Spartak í gær og spurning hvort þeir hefðu átt að láta ráð Gameevu sem vind um eyru þjóta fyrir þennan leik þar sem þeir fengu vænan rassskell.


Tengdar fréttir

Keane: Liverpool ekki unnið neinn enn þá

Eftir stórsigur Liverpool á Spartak Moskvu í gærkvöld keppast menn við að hrósa Jurgen Klopp og hans mönnum fyrir frammistöðu sína. Einn maður er þó ekki á þeim vagninum, en Roy Keane sagði Liverpool ekki hafa unnið neinn enn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.