Tónlist

Góði úlfurinn sendir frá sér nýtt lag

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Skjáskot úr myndbandinu við lagið Hvenær kemur frí?
Skjáskot úr myndbandinu við lagið Hvenær kemur frí?

Rapparinn Góði úlfurinn var að senda frá sér nýtt lag en hann sló í gegn fyrir nokkrum vikum með fyrsta laginu sínu, Græða peninginn.

Góði úlfurinn er listamannsnafn Úlfs Emilio en hann er 10 ára gamall og nemandi í 5. bekk í Austurbæjarskóla.

Nýja lag Góða úlfsins heitir „Hvenær kemur frí?“ og er ansi viðeigandi núna í byrjun desember þegar jólafrí grunnskólabarna er handan við hornið.

Hlusta má á lagið og sjá myndbandið við það í spilaranum hér.


Tengdar fréttir

Góði úlfurinn á Airwaves

Úlfur Emilio er tíu ára gamall og tekur þátt í uppákomum tengdum Iceland Airwaves í ár og kemur fram í Norræna húsinu á morgun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.