Fótbolti

Arnór Ingvi til Malmö

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnór Ingvi er kominn aftur í sænsku deildina.
Arnór Ingvi er kominn aftur í sænsku deildina. vísir/ernir

Landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason er genginn í raðir Malmö. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning við sænsku meistarana.

Malmö keypti Arnór Ingva frá Rapid Vín. Hann lék með austurríska liðinu á síðasta tímabili. Á þessu tímabili hefur hann verið á láni hjá AEK í Aþenu en fengið sárafá tækifæri með liðinu.

„Malmö er stærsta félagið í Skandinavíu og þegar ég heyrði af áhuga þess vildi ég fara strax þangað. Það er góð tilfinning að þetta sé frágengið,“ er haft eftir Arnóri Ingva á heimasíðu Malmö.

Arnór Ingvi kannast vel við sig í Svíþjóð en hann lék með Norrköping á árunum 2014-16. Arnór Ingvi var stoðsendingahæsti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar þegar Norrköping varð meistari 2015.

Arnór Ingvi byrjar að æfa með Malmö í byrjun næsta árs. Hann mun spila í treyju númer átta hjá liðinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.