Fótbolti

Stjóri Kára hefur ekki mætt á æfingu tvo daga í röð

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Derek McInnes vill komast til Rangers.
Derek McInnes vill komast til Rangers. vísir/getty

Kári Árnason, landsliðsmaður í fótbolta, hefur ekki verið undir stjórn Skotans Derek McInnes, knattspyrnustjóra Aberdeen, á æfingum liðsins í gær og í dag en hann hefur ekki mætt á síðustu tvær æfingar.

McInnes er eftirsóttur af stórliði Rangers sem rak Portúgalann Pedro Caixinha á dögunum en McInnes er maðurinn sem Glasgow-liðið vill fá. Aberdeen hafnaði beiðni Rangers um að ræða við stjórann sinn á þriðjudaginn og það virðist hafa farið illa í McInnes.

McInnes hitti Stewart Milne, stjórnarformann Aberdeen, í gær, samkvæmt heimildum Sky Sports, og ræddi þar framtíð sína. Hann mætti þó ekki á æfingu í gær og ekki heldur í dag.

Nú er Aberdeen búið að gefa það út að McInnes mun ekki sitja fyrir svörum á vikulegum blaðamannafundi félagsins í dag heldur mun Paul Sheerin, stjóri U20 ára liðs Aberdeen, og Graeme Shinnie, fyrirliði liðsins, svara spurningum blaðamanna.

Auk McInnes mætti Tony Docherty, aðstoðarstjóri Aberdeen, ekki á æfingarnar en þeim var stýrt af Barry Robson, sem er einn af þjálfurum liðsins, og markvarðaþjálfaranum Gordon Marshall.

Aberdeen á leik á móti Dundee á föstudaginn en Rangers vann Aberdeen tvívegis á fimm daga kafla í deild og bikar á dögunum.

Rangers er í öðru sæti deidlarinnar með 30 stig en Aberdeen er sæti neðar með sama stigafjölda.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.