Enski boltinn

UEFA ákærir Spartak

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Unglingalið liðanna í Meistaradeildinni mætast fyrr sama dags og aðalliðin mætast
Unglingalið liðanna í Meistaradeildinni mætast fyrr sama dags og aðalliðin mætast vísir/getty

Leonid Mironov, varnarmaður Spartak Moskvu, hefur verið ákærður af UEFA fyrir kynþáttaníð gegn Rhian Brewster, sóknarmanni Liverpool.

Atvikið átti sér stað í leik unglingaliða liðanna í gær, en Liverpool vann leikinn 2-0.

Brewster, sem varð nýlega Heimsmeistari U17 með Englandi, lét dómara leiksins strax vita af atvikinu og kvartaði Liverpool til UEFA.

Knattspyrnusambandið mun taka málið fyrir aganefnd.

„Það er erfitt fyrir mig að segja eitthvað um þetta núna. Þetta er eitthvað sem félagið þarf að skoða,“ sagði Steven Gerrard, þjálfari unglingaliðs Liverpool, við Liverpool Echo eftir leikinn í gær.

„Ég vil frekar tala um frammistöðu hans. Hann var frábær. Það eina sem vantaði upp á var mark.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.