Innlent

Harður árekstur á gatnamótum Kringlumýrar- og Háaleitisbrauta

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá vettvangi slyssins.
Frá vettvangi slyssins. Vísir/Eyþór

Harður árekstur varð á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar rétt í þessu. Mikill viðbúnaður er hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og lögreglu vegna slyssins. Má búast við töluverðum töfum á þessum slóðum meðan unnið er á vettvangi.

Ekki er vitað um hve margir bílar voru í þessum árekstri eða hvort slys hafi orðið á fólki.

Fréttin verður uppfærð þegar frekari upplýsingar liggja fyrir. 

Uppfært klukkan 15:10: 
Um var að ræða árekstur jeppa og lítillar rútu. Tveir voru fluttir af vettvangi með sjúkrabíl.

Uppfært klukkan 16:23: 
Starfi viðbragðsaðila er lokið á vettvangi. Búið er að draga bílana í burtu og hreinsa olíu og kælivökva af götunni. Tveir voru fluttir á slysadeild en ekki liggja fyrir upplýsingar um líðan þeirra. 

Rauði punkturinn sýnir gatnamót Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar þar sem áreksturinn varð, Loftmyndir.is


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.