Enski boltinn

Myndbandsdómgæsla í enska bikarnum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Dómarar geta ráðfært sig við myndbandsupptökur
Dómarar geta ráðfært sig við myndbandsupptökur vísir/getty

Enska knattspyrnusambandið mun prufukeyra myndbandsdómgæslu í völdum leikjum ensku bikarkeppninnar.

Myndbandsdómgæsla hefur farið vaxandi í fótboltaheiminum, en ekki skapað sér sess á Englandi enn. Hún var í boði í vináttulandsleikjum Englands í síðasta mánuði en ekki þurfti að grípa til hennar.

Úrvalsdeildarslagur Brighton og Crystal Palace sem fram fer 8. janúar verður fyrsti keppnisleikurinn þar sem myndbandsdómgæslan verður prófuð.

Áætlað er að hún verði svo áfram notuð í völdum leikjum næstu umferða og í undanúrslitum deildarbikarsins. 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.