Innlent

Hæstiréttur staðfestir dóminn yfir Malín Brand

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hlín Einarsdóttir og Malín Brand þegar mál þeirra var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrra en þinghald í málinu var lokað.
Hlín Einarsdóttir og Malín Brand þegar mál þeirra var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrra en þinghald í málinu var lokað. vísir/eyþór

Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Malín Brand en hún var ákærð og sakfelld fyrir fullframda fjárkúgun og tilraun til fjárkúgunar ásamt systur sinni Hlín Einarsdóttur fyrr á þessu ári.

Kúguðu þær fé út úr Helga Jean Claessen í apríl 2015 og gerðu svo tilraun til þess í maí sama ár að kúga fé út úr þáverandi forsætisráðherra, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Héraðsdómur dæmdi þær báðar 12 mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna til tveggja ára.

Sjá einnig: Skipulögðu fjárkúgun í gegnum sms

Hlín áfrýjaði ekki þeim dómi til Hæstaréttar en það gerði Malín. Hefur rétturinn nú staðfest þann dóm eins og áður segir.

Þinghald í málinu í héraði var lokað en við þingfestingu þess játaði Hlín að hafa gert tilraun til að kúga fé út úr Sigmundi. Malín neitaði samverknaði en játaði hlutdeild. Þá neituðu systurnar báðar sök í þeim þætti málsins sem sneri að fjárkúgun á Helga Jean.

Sjá einnig: „Harmleikur systra og tveggja viðkvæmra sála“


Tengdar fréttir

Malín áfrýjar til Hæstaréttar

Malín Brand fékk tólf mánaða fangelsisdóm, þar af níu mánuði skilorðsbundna til tveggja ára, eins og systir hennar, Hlín Einarsdóttir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.