Sport

Náðu ekki að bjarga lífi sautján ára skíðakappa

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty

Max Burkhart, sautján ára skíðamaður frá Þýskalandi, lést á sjúkrahúsi í gær eftir að hafa keyrt út úr brautinni á æfingu við Louise vatn í Kanada.

Burkhart var efnilegur skíðamaður og hann var að undirbúa sig fyrir Nor-Am skíðakeppnina þegar slysið varð í fyrrdag.

Max var meðlimur í Partenkirchen skíðaklúbbnum í Þýskalandi en var nemandi í Sugar Bowl skíðakademíunni í Kaliforníu. Hann var í æfinga- og keppnisferð í Kanada.


Burkhart datt í brekkunni og keyrði út úr brautinni. Hann lenti á öryggisgirðingu og slasaðist mjög illa.

Læknalið á staðnum gerði að sárum hans í hálftíma áður en hann var fluttur á sjúkrahús í þyrlu. Farið var með Max á Foothills spítalann í Calgary.

Ekki tókst að bjarga lífi hans á spítalanum og hann lést af sárum sínum á sjúkrahúsinu í Calgary.


 
La Parva
A post shared by M A X   B U R K H A R T (@m.burkhart) on

 

Þetta er annað dauðaslysið á stuttum tíma á skíðaheiminum því franski alpaskíðamaðurinn  David Poisson lést fyrir nokkrum vikum eftir slys á æfingu í Nakiska.

Lindsey Vonn sendi fjölskyldu Max Burkhart samúðarkveðjur á Twitter.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.