Innlent

Miklum verðmætum stolið í skipulögðu innbroti í Kópavogi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Innbrotið er til rannsóknar hjá lögreglunni.
Innbrotið er til rannsóknar hjá lögreglunni. Vísir/Eyþór
Brotist var inn á heimili fjölskyldu í Kórahverfinu í Kópavogi í morgun. Íbúinn, sem ekki vill láta nafns síns getið á meðan málið er enn til rannsóknar lögreglu, segir að miklum verðmætum hafi verið stolið. Hún telur innbrotið hafa verið þaulskipulagt.

Allt hafi verið opnað sem hægt var að opna en aðeins verðmæti tekin. Allt silfur tekið og skipti engu hvort um var að ræða skírnarsilfur eða hnífapör.

Töluvert umræða hefur verið í Facebook-hópnum Kórahverfi undanfarið og greina nokkrir íbúar í hverfinu frá því að þeir hafi orðið fyrir eða heyrt af þjófnaði úr íbúðahúsnæði og bílum í hverfinu sem og öðrum hverfum á höfuðborgarsvæðinu.

Uppfært 9. desember klukkan 14:17

Fréttin var uppfærð eftir að rætt var við íbúann sem óttaðist um sjálfan sig og börn sín á meðan málið væri enn til rannsóknar hjá lögreglu. Var nafn viðkomandi fjarlægt af þeim sökum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×