Handbolti

Leikmaður norska kvennalandsliðsins settur í sóttkví

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Emilie Hegh Arntzen er mun hressari á þessari mynd en upp á hótelherbergi.
Emilie Hegh Arntzen er mun hressari á þessari mynd en upp á hótelherbergi. Vísir/EPA

Það gengur frábærlega inn á vellinum hjá norska kvennalandsliðinu í handbolta á HM í Þýskalandi en það hefur samt verið smá vesen á stelpunum hans Þóris Hergeirssonar utan vallar.

Norska liðið vann fimmtán marka sigur á Pólverjum í fyrradag og hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína með 12,7 mörkum að meðaltali í leik.

Norsku stelpurnar fundu ekki mikið fyrir því þótt að þær Heidi Löke og Emilie Hegh Arntzen gátu ekki spilað á móti Pólland vegna veikinda. Magakveisa hefur verið að ganga innan norska hópsins.  Dagbladet segir frá.

Heidi Löke er byrjuð að æfa aftur en sömu sögu er ekki hægt að segja af Emilie Hegh Arntzen. Hún hefur nú verið sett í sóttkví og verður ekki með á móti Tékklandi í kvöld.

„Hún er veik og ekki leikfær. Hún þarf að ná upp styrk, krafti og orku. Hún er bara ein upp á hótelherbergi,“ sagði Þórir Hergeirsson í viðtali við Dagbladet.

Emilie Hegh Arntzen er 23 ára gömul, 183 sentímetrar á hæð og leikur með liði Vipers frá Kristiansand. Hún skoraði reyndar bara tvö mörk í fyrstu tveimur leikjunum en spilaði rúmar 54 mínútur í þeim.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.