Fótbolti

Ísland í þriðja styrkleikaflokki

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Aron Einar Gunnarsson fyrirliði íslenska landsliðsins fagnar hér á Laugardalsvelli þegar Ísland tryggði sér farmiðann til Rússlands.
Aron Einar Gunnarsson fyrirliði íslenska landsliðsins fagnar hér á Laugardalsvelli þegar Ísland tryggði sér farmiðann til Rússlands. vísir/ernir
Ísland verður í þriðja og neðsta styrkleikaflokki A-deildar Þjóðardeildarinnar þegar dregið verður í riðla 24. janúar næstkomandi.

Liðunum 12 sem eru í A-deildinni verður skipt upp í fjóra þriggja liða riðla. Sigurvegarar hvers riðils fara í úrslitakeppni Þjóðardeildarinnar í júní 2019.

Í fyrsta styrkleikaflokki eru Þýskaland, Portúgal, Belgía og Spánn. Annar styrkleikaflokkur er Frakkland, England, Sviss og Ítalía. Með Íslendingum í þriðja styrkleikaflokki eru Pólverjar, Króatar og Hollendingar.

Liðið sem lendir í fjórða sæti hvers riðils dettur niður í B-deild Þjóðardeildarinnar fyrir árið 2020.

Leikið verður heima og að heiman í september, október og nóvember 2018. Nánari útskýringu á fyrirkomulagi Þjóðardeildarinnar má sjá hér.

Einn af jákvæðu punktunum við þessa röðun er sá að Íslendingar geta ekki dregist með Króatíu í riðli, en liðin verða saman í riðli á HM í Rússlandi, voru í sama riðli í nýafstaðinni undankeppni og mættust í umspili HM 2014. 

Styrkleikaröðun A-deildarinnarmynd/uefa



Fleiri fréttir

Sjá meira


×