Fótbolti

Ísland í þriðja styrkleikaflokki

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Aron Einar Gunnarsson fyrirliði íslenska landsliðsins fagnar hér á Laugardalsvelli þegar Ísland tryggði sér farmiðann til Rússlands.
Aron Einar Gunnarsson fyrirliði íslenska landsliðsins fagnar hér á Laugardalsvelli þegar Ísland tryggði sér farmiðann til Rússlands. vísir/ernir

Ísland verður í þriðja og neðsta styrkleikaflokki A-deildar Þjóðardeildarinnar þegar dregið verður í riðla 24. janúar næstkomandi.

Liðunum 12 sem eru í A-deildinni verður skipt upp í fjóra þriggja liða riðla. Sigurvegarar hvers riðils fara í úrslitakeppni Þjóðardeildarinnar í júní 2019.

Í fyrsta styrkleikaflokki eru Þýskaland, Portúgal, Belgía og Spánn. Annar styrkleikaflokkur er Frakkland, England, Sviss og Ítalía. Með Íslendingum í þriðja styrkleikaflokki eru Pólverjar, Króatar og Hollendingar.

Liðið sem lendir í fjórða sæti hvers riðils dettur niður í B-deild Þjóðardeildarinnar fyrir árið 2020.

Leikið verður heima og að heiman í september, október og nóvember 2018. Nánari útskýringu á fyrirkomulagi Þjóðardeildarinnar má sjá hér.

Einn af jákvæðu punktunum við þessa röðun er sá að Íslendingar geta ekki dregist með Króatíu í riðli, en liðin verða saman í riðli á HM í Rússlandi, voru í sama riðli í nýafstaðinni undankeppni og mættust í umspili HM 2014. 

Styrkleikaröðun A-deildarinnar mynd/uefa


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.