Fótbolti

Wembley fær fleiri leiki á EM í fótbolta 2020

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wembley leikvangurinn.
Wembley leikvangurinn. Vísir/Getty

Næsta Evrópukeppni í fótbolta fer fram út um alla Evrópu í fyrsta sinn en í dag kom í ljós að engir leikir munu fara fram í Brussel í Belgíu eftir tvö og hálft ár.

Knattspyrnusamband Evrópu hefur ákveðið að taka leikina frá Brussel og fjölga í staðinn leikjum á Wembley-leikvanginum í London. BBC segir frá.

Belgarnir eru enn að byggja nýkan leikvang í höfuðborginni og hafa ekki náð að uppfylla skilyrði UEFA. Það kom til greina að fara með leikina í Brussel til Cardiff eða Stokkhólms en fallið var frá því.

Wembley er einn af tólf leikvöngum sem munu hýsa leiki í úrslitakeppni EM og eftir þessa breytingu munu sjö leikir fara fram á vellinum.

Undanúrslitaleikirnir og úrslitaleikirnir fara fram á Wembley en þar fara einnig fram þrír leikir í riðlakeppninni og einn leikur í sextán liða úrslitunum.

Hér verða riðlarnir sex spilaðir á EM 2020:

A-riðill: Róm og Bakí

B-riðill: Sánkti Petersburg og Kaupmannahöfn

C-riðill: Amsterdam og Búkasrest

D-riðill: London og Glasgow

E-riðill: Bilbao og Dublin

F-riðill: München og Búdapest

Opnunarleikurinn fer fram á Ólympíuleikvanginum í Róm. Átta liða úrslitin verða spiluð í München, Bakú, Róm og Sánkti Pétursborg.

Kaupmannahöfn, Búkarest, Amsterdam, Bilbao, Búdapest og London verða bæði með þrjá leiki í riðlakeppninni sem og einn leik í sextán liða úrslitunum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.