Viðskipti erlent

Bíræfnir Bitcoin-þjófar stórgræða á gengishækkun dagsins

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Bitcoin er ekki til í föstu formi en svona gæti myntin litið út samkvæmt tölvunarfræðingnum Mike Caldwell.
Bitcoin er ekki til í föstu formi en svona gæti myntin litið út samkvæmt tölvunarfræðingnum Mike Caldwell. Nordicphotos/AFP

Tölvuhakkarar brutust í gærnótt inn í kerfi slóvenska Bitcoin fyrirtækisins NiceHash og höfðu á brott með sér rafeyri sem nemur um 83 milljónum dollara, eða í kringum 8,7 milljörðum íslenskra króna á gengi dagsins í dag. Vefsíða The Guardian greinir frá.

Segir þar að tölvuárásin hafi augljóslega verið framkvæmd af fagmönnum en þeir námu á brott 4.700 Bitcoin aurum.

Gengi Bitcoin hefur hækkað á ógurlegum hraða undanfarna daga, og þá sérstaklega í dag, en það sést bersýnilega þegar frétt Guardian er borin saman við þá sem er nú skrifuð. 4.700 Bitcoin aurar námu í morgun um 6,7 milljörðum íslenskra króna en þegar þessi frétt er skrifuð eru þeir um 8,7 milljarðar króna.

NiceHash selur aðgang að „Bitcoin-námum“ og gefst viðskiptavinum þar kostur á að ganga frá kaupum og sölum á þessari vinsælu rafmynt.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
NYHR
0,57
1
1.000
REITIR
0
2
78.214
SIMINN
0
15
399.476
EIM
0
4
109.557
TM
0
3
33.000

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MARL
-1,73
38
767.555
ICEAIR
-1,66
21
259.615
N1
-0,88
3
44.013
SKEL
-0,74
4
56.050
HAGA
-0,7
10
126.464