Innlent

Lagði áherslu á takmörkun vígbúnaðar á utanríkisráðherrafundi ÖSE

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, ásamt Sebastian Kurz, utanríkisráðherra Austurríkis og Thomas Greminger, framkvæmdastjóra ÖSE.
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, ásamt Sebastian Kurz, utanríkisráðherra Austurríkis og Thomas Greminger, framkvæmdastjóra ÖSE. Stjórnarráðið
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, lagði áherslu á virðingu fyrir alþjóðalögum og mannréttindum í máli sínu á utanríkisráðherrafundi Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu sem haldinn var í Vínarborg í dag. Þá talaði hann einnig fyrir því að blásið verði frekara lífi í viðræður um takmörkun vígbúnaðar.

Málefni Úkraínu, barátta gegn hryðjuverkum og öfgahyggju og takmörkun vígbúnaðar voru ofarlega á baugi á fundinum. Ráðherrann hvatti til samvinnu gegn öfgahyggju og hryðjuverkum og minnti á mikilvægi ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um konur, frið og öryggi.

Guðlaugur átti jafnframt samtöl við Sebastian Kurz, utanríkisráðherra Austurríkis og Edward Nalbandian, utanríkisráðherra Armeníu. Tuttugu ár eru síðan stofnað var til stjórnmálasambands á milli Íslands og Armeníu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×