Innlent

Fleiri ökumenn nota handfrjálsan búnað undir stýri

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Eitt prósent svarenda notar símann undir stýri til að spila tölvuleiki.
Eitt prósent svarenda notar símann undir stýri til að spila tölvuleiki. Vísir/Getty

Fjörutíu og sjö prósent Íslendinga segjast hafa talað í farsíma undir stýri án handfrjáls búnaðar á síðastliðnum 12 mánuðum samkvæmt niðurstöðum úr nýrri könnun MMR. Það er 9 prósentustiga fækkun frá sömu könnun fyrir ári síðan. Þá hefur fjöldi þeirra sem tala í farsíma með handfrjálsum búnaði aukist nokkuð.

Þeim sem tala í símann undir stýri án handfrjáls búnaðar hefur fækkað stöðugt frá árinu 2010 en 71% svarenda kváðust tala í símann án handfrjáls búnaðar árið 2010. Á móti hefur fjöldi þeirra sem tala í símann undir stýri með handfrjálsum búnaði aukist úr 24% árið 2010 í 44% árið 2017.

Þriðjungur yngsta aldurshópsins les og skrifar skilaboð undir stýri
Yngsti aldurshópurinn, 18-29 ára, var líklegri til að segjast hafa notað farsíma undir stýri til að skrifa og lesa skilaboð og taka myndir. Þá kváðust 17% þess aldurshóps nota farsímann undir stýri til að fara á Internetið.

Ef það er borið saman við niðurstöður frá árinu 2016 má sjá töluverða breytingu á farsímanotkun undir stýri meðal ungs fólks en þá kváðust 45% fólks á þessum aldri hafa notað símann undir stýri til að skrifa og lesa skilaboð, 29% kváðust nota símann til að taka myndir og önnur 29% sögðust hafa notað símann til að fara á netið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.