Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ef íslenska ríkið bregst ekki við dómi EFTA-dómstólsins með því að afnema leyfisveitingakerfi vegna innflutnings á fersku kjöti, eggjum og mjólk á ríkið yfir höfði sér aðra málshöfðun frá ESA, eftirlitsstofnun EFTA ,til að knýja á um efndir vegna dómsins. Fjallað verður um þetta og rætt við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þar hittum við líka konu úr Vestmannaeyjum sem gengin er fjörutíu vikur með sitt þriðja barn og hefur beðið fæðingarinnar í Reykjavík í tvær vikur, þar sem ekki er óhætt að fæða í Eyjum. Þá förum við yfir hörð viðbrögð sem ákvörðun Bandaríkjaforseta um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels hefur vakið.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö í opinni dagskrá klukkan 18.30.
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.