Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ef íslenska ríkið bregst ekki við dómi EFTA-dómstólsins með því að afnema leyfisveitingakerfi vegna innflutnings á fersku kjöti, eggjum og mjólk á ríkið yfir höfði sér aðra málshöfðun frá ESA, eftirlitsstofnun EFTA ,til að knýja á um efndir vegna dómsins. Fjallað verður um þetta og rætt við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þar hittum við líka konu úr Vestmannaeyjum sem gengin er fjörutíu vikur með sitt þriðja barn og hefur beðið fæðingarinnar í Reykjavík í tvær vikur, þar sem ekki er óhætt að fæða í Eyjum. Þá förum við yfir hörð viðbrögð sem ákvörðun Bandaríkjaforseta um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels hefur vakið.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö í opinni dagskrá klukkan 18.30.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×