Handbolti

Sænsku stelpurnar á sigurbraut á HM í handbolta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Olivia Mellegard fagnar marki.
Olivia Mellegard fagnar marki. Vísir/Getty

Sænska kvennalandsliðið í handbolta byrjaði ekki vel á HM í Þýskalandi en mæta í lokaleikinn við Norðmenn á sigurbrautinni.

Sænsku stelpurnar töpuðu 30-33 á móti Pólverjum í fyrsta leik en unnu í dag sinn þriðja leik í röð.

Sænska liðið vann þá fjórtán marka sigur á Argentínu, 38-24, í B-riðlinum en Svíar höfðu áður unnið þriggja marka sigur á Ungverjum og fjögurra marka sigur á Tékkum.

Sænsku stelpurnar tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum með sigrinum en þangað eru líka komin Noregur, Tékkland og Ungverjaland úr B-riðlinum.

Svíar mæta Noregi í hreinum úrslitaleik um sigurinn í riðlinum í lokaumferðinni.

Pólland, sem vann Svía í fyrsta leik, hefur tapað öllum þremur leikjum sínum síðan þá og eru þær pólsku úr leik eftir þriggja marka tap á móti Ungverjalandi í dag.

Það er einnig ljóst að Rúmenía, Slóvenía, Frakklandi og Spánn eru öll komin áfram úr A-riðlinum en rúmensku stelpurnar eru enn með fullt hús eftir þriggja marka sigur á Angóla í dagm 27-24.


Úrslit á HM kvenna í handbolta í kvöld

A-riðill
Paragvæ - Slóvenía 22-28
Rúmenía - Angóla 27-24
Spánn - Frakkland Í kvöld

Stig þjóða:
Rúmenía 8
Slóvenía 6
Frakland 4 (eiga leik inni í kvöld)
Spánn 4 (eiga leik inni í kvöld)
Angóla 0
Paragvæ 0

B-riðill
Pólland - Ungverjaland 28-31
Svíþjóð - Argentína  38-24
Tékkland - Noregur Í kvöld

Stig þjóða:
Noregur 6 (eiga leik inni í kvöld)
Svíþjóð 6
Ungverjaland 4
Tékkland 4 (eiga leik inni í kvöld)
Pólland 2
Argentína 0Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.