Handbolti

Sænsku stelpurnar á sigurbraut á HM í handbolta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Olivia Mellegard fagnar marki.
Olivia Mellegard fagnar marki. Vísir/Getty
Sænska kvennalandsliðið í handbolta byrjaði ekki vel á HM í Þýskalandi en mæta í lokaleikinn við Norðmenn á sigurbrautinni.

Sænsku stelpurnar töpuðu 30-33 á móti Pólverjum í fyrsta leik en unnu í dag sinn þriðja leik í röð.

Sænska liðið vann þá fjórtán marka sigur á Argentínu, 38-24, í B-riðlinum en Svíar höfðu áður unnið þriggja marka sigur á Ungverjum og fjögurra marka sigur á Tékkum.

Sænsku stelpurnar tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum með sigrinum en þangað eru líka komin Noregur, Tékkland og Ungverjaland úr B-riðlinum.

Svíar mæta Noregi í hreinum úrslitaleik um sigurinn í riðlinum í lokaumferðinni.

Pólland, sem vann Svía í fyrsta leik, hefur tapað öllum þremur leikjum sínum síðan þá og eru þær pólsku úr leik eftir þriggja marka tap á móti Ungverjalandi í dag.

Það er einnig ljóst að Rúmenía, Slóvenía, Frakklandi og Spánn eru öll komin áfram úr A-riðlinum en rúmensku stelpurnar eru enn með fullt hús eftir þriggja marka sigur á Angóla í dagm 27-24.



Úrslit á HM kvenna í handbolta í kvöld

A-riðill

Paragvæ - Slóvenía 22-28

Rúmenía - Angóla 27-24

Spánn - Frakkland Í kvöld

Stig þjóða:

Rúmenía 8

Slóvenía 6

Frakland 4 (eiga leik inni í kvöld)

Spánn 4 (eiga leik inni í kvöld)

Angóla 0

Paragvæ 0

B-riðill

Pólland - Ungverjaland 28-31

Svíþjóð - Argentína  38-24

Tékkland - Noregur Í kvöld

Stig þjóða:

Noregur 6 (eiga leik inni í kvöld)

Svíþjóð 6

Ungverjaland 4

Tékkland 4 (eiga leik inni í kvöld)

Pólland 2

Argentína 0




Fleiri fréttir

Sjá meira


×