Innlent

Aldrei fleiri skjálftar mælst í Öræfajökli

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Á síðustu vikum hefur vöktun við Öræfajökul verið aukin til muna.
Á síðustu vikum hefur vöktun við Öræfajökul verið aukin til muna. Vísir/Gunnþóra

Á síðustu viku hefur smáskjálftum sem mælst hafa í Öræfajökli fjölgað verulega. Í síðustu viku mældust 160 smáskjálftar en svo margir skjálftar hafa ekki mælst þar fyrr. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Í dag var haldinn fundur í vísindaráði almannavarna um Öræfajökul.

Jarðskjálftarnir eru aðallega dreifðir í og við öskjuna í efstu 10 kílómetrum jarðskorpunnar. Í tilkynningunni kemur fram að nýjustu mælingar á sigkatlinum í öskju Öræfajökuls sýna að hann heldur áfram að dýpka og stækka í samræmi við viðvarandi aukna jarðhitavirkni og að vatn renni frá katlinum.

Jafnframt kemur fram að mælingar í Skaftafellsám Virkisá, Kotá og Kvíá sýna óverulegar breytingar undanfarnar vikur. Frekari túlkun á mælingum á jarðskorpubreytingum síðustu ára sýnir smávægilegar færslur við suðurjarðar jökulsins. Atburðarás og mælingar á svæðinu benda til minniháttar kvikuinnskots á um 2-6 kílómetra dýpi undir fjallinu.

Á síðustu vikum hefur vöktun við Öræfajökul verið aukin til muna. Kemur fram að bætt hafi verið við vatnsmælum, jarðskjálftamælum og síritandi GPS tæki. Þá hefur rannsóknum á vettvangi verið fjölgað og fleiri vefmyndavélum komið upp.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.