Erlent

Tveir nemendur létust í skotárás í skóla í Nýju Mexíkó í dag

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu létust tveir nemendur Aztec High School í árásinni í dag
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu létust tveir nemendur Aztec High School í árásinni í dag Vísir/Getty
Þrír létust í skotárás  í skóla í smábæ í Nýju Mexíkó í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu létust tveir nemendur Aztec High School í árásinni en 900 nemendur stunda nám við skólann. Árásarmaðurinn lést einnig á staðnum en lögregla hefur ekki gefið upp hvort árásarmaðurinn hafi verið nemandi eða tengst skólanum á einhvern hátt.

Skólasvæðið var lokað af og nemendur fluttir annað en öðrum skólum á svæðinu var einnig lokað. Áhyggjufullir foreldrar söfnuðust saman fyrir utan ráðhúsið á meðan beðið var eftir frekari upplýsingum frá lögregluyfirvöldum, samkvæmt frétt BBC.

„Fjölskyldur fórnarlambanna voru látin vita samstundis,“ kom fram í tilkynningu lögreglu til fjölmiðla. Lögregla rannsakar nú árásina en hefur ekki gefið upp frekari upplýsingar um aðdraganda hennar eða árásarmanninn. Ekki er talið að fleiri hafi særst í árásinni. 

Um 6.500 manns búa í bænum Aztec.

Skjáskot



Fleiri fréttir

Sjá meira


×