Erlent

Tveir nemendur létust í skotárás í skóla í Nýju Mexíkó í dag

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu létust tveir nemendur Aztec High School í árásinni í dag
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu létust tveir nemendur Aztec High School í árásinni í dag Vísir/Getty

Þrír létust í skotárás  í skóla í smábæ í Nýju Mexíkó í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu létust tveir nemendur Aztec High School í árásinni en 900 nemendur stunda nám við skólann. Árásarmaðurinn lést einnig á staðnum en lögregla hefur ekki gefið upp hvort árásarmaðurinn hafi verið nemandi eða tengst skólanum á einhvern hátt.

Skólasvæðið var lokað af og nemendur fluttir annað en öðrum skólum á svæðinu var einnig lokað. Áhyggjufullir foreldrar söfnuðust saman fyrir utan ráðhúsið á meðan beðið var eftir frekari upplýsingum frá lögregluyfirvöldum, samkvæmt frétt BBC.

„Fjölskyldur fórnarlambanna voru látin vita samstundis,“ kom fram í tilkynningu lögreglu til fjölmiðla. Lögregla rannsakar nú árásina en hefur ekki gefið upp frekari upplýsingar um aðdraganda hennar eða árásarmanninn. Ekki er talið að fleiri hafi særst í árásinni. 

Um 6.500 manns búa í bænum Aztec.

Skjáskot


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.