Fótbolti

Cristiano Ronaldo fær Gullboltann annað árið í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo. Vísir/Getty

Cristiano Ronaldo er besti leikmaður heims í ár en hann fékk í kvöld Gullboltann frá France Football í fimmta sinn á ferlinum.

France Football var í samvinnu við FIFA í sex ár en þetta var annað árið í röð síðan að franska blaðið hætti samstarfinu við Alþjóðaknattspyrnusambandið. 
Cristiano Ronaldo er aðeins annar maðurinn í sögu kjörsins til að vinna Gullboltann fimm sinnum en Lionel Messi vann hann í fimmta sinn árið 2015.

Cristiano Ronaldo hefur nú unnið Gullboltann tvö ár í röð og ennfremur fjórum sinnum á síðustu fimm árum. Hann vann hann í fyrsta sinn árið 2008 en Messi fékk hann síðan næstu fjögur ár á eftir.

Cristiano Ronaldo átti frábært tímabil með Real Madrid sem varð fyrsta félagið til að vinna Meistaradeildina tvö ár í röð.
Lokastaðan í kosningunni í ár:
1. sæti: Cristiano Ronaldo
2. sæti: Lionel Messi
3. sæti: Neymar
4. sæti: Gianluigi Buffon
5. sæti: Luka Modric
6. sæti: Sergio Ramos
7. sæti: Kylian Mbappé
8. sæti: N'Golo Kanté
9. sæti: Robert Lewandowski
10. sæti: Harry Kane
11. sæti: Edinson Cavani
12. sæti: Isco
13. sæti: Luis Suarez
14. sæti: Kevin De Bruyne
15. sæti: Paulo Dybala
16. sæti: Marcelo
17. sæti: Toni Kroos
18. sæti: Antoine Griezmann
19. sæti: Eden Hazard
20. sæti: David De Gea
21. sæti: Leonardo Bonucci og Pierre-Emerick Aubameyang
23. sæti: Sadio Mané
24. sæti: Radamel Falcao
25. sæti: Karim Benzema
26. sæti: Jan Oblak
27. sæti: Mats Hummels
28. sæti: Edin Dzeko
29. sæti: Dries Mertens og Philippe Coutinho.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.