Körfubolti

Tryggvi með sinn besta leik í Euroleague í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tryggvi Snær Hlinason í leiknum í kvöld.
Tryggvi Snær Hlinason í leiknum í kvöld. Vísir/EPA

Íslenski landsliðsmiðherjinn Tryggvi Snær Hlinason var í stóru hlutverki í kvöld í Meistaradeild Evrópu í körfubolta eða Euroleague eins og keppnin heitir.

Spænska liðið Valencia, sem Tryggvi leikur með, varð reyndar að sætta sig við þriggja stiga tap á útivelli á móti Maccabi Fox Tel Aviv frá Ísrael, 94-91, eftir jafnan og spennandi leik.

Tryggvi kom mikið við sögu og átti sinn besta leik í þessari sterkustu körfuboltadeild Evrópu en hann skoraði átta stig á rúmum fjórtán mínútum í leiknum.

Þetta var áttunda tap spænska liðsins í Euroleague á tímabilinu en Valencia liðið hefur aðeins náð að vinna þrjá af ellefu leikjum sínum.

Tryggvi hefur verið að kíkja inná í nokkrum leikjum Valencia í Euroleague í vetur en nú kom Tryggvi við sögu frá fyrsta leikhluta.

Tryggvi nýtti 4 af 6 skotum sínum en hann var einnig með 2 varin skot, 2 fráköst og 3 fiskaðar villur.

Tryggvi hefur nú alls spilað í rétt tæpar 36 mínútur í Euroleague á tímabilinu eða næstum því heilan leik. Á þeim tíma hefur Tryggvi skoraði 14 stig, tekið 7 fráköst og varið 6 skot.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.