Innlent

Styrkja tíu góðgerðarsamtök í aðdraganda jóla

Atli Ísleifsson skrifar
Ríkisstjórnin fundaði í morgun.
Ríkisstjórnin fundaði í morgun. Vísir/stefán

Ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt að veita samtals fimm miljónir króna af ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar til tíu góðgerðarsamtaka sem starfa hér á landi. Var þetta ákveðið á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun.

Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að þetta sé í samræmi við þá hefð sem skapast hafi á undanförnum árum að ríkisstjórnin veiti styrki til slíkra samtaka í aðdraganda jóla.

„Um er ræða Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Mæðrastyrksnefnd Akureyrar, Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar, Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Mæðrastyrksnefnd Vesturlands, Hjálparstarf kirkjunnar, Samhjálp-félagasamtök, Hjálpræðisherinn á Íslandi, Rauða kross Íslands og Fjölskylduhjálp Íslands,“ segir í tilkynningunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.