Hertha stal stigi á loka mínútunum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Alfreð Finnbogason.
Alfreð Finnbogason. Vísir/Getty
Hertha Berlin náði að stela stigi af Augsburg í þýsku Bundesligunni í dag.

Alfreð Finnbogason var að vanda í byrjunarliði Augsburg, en hann náði ekki að setja mark sitt á leikinn.

Francisco Caiuby var hins vegar á þeim skónum og skoraði eina mark Augsburg á 74. mínútu. Það leit allt út fyrir að Augsburg færi með sigur af hólmi, en Salomon Kalou jafnaði á síðustu augnablikum leiksins.

Augsburg hefði farið upp í fjórða sæti deildarinnar með sigri, en situr í staðinn eftir í sjöunda sæti með 23 stig eftir 15 leiki. Hertha er í 12. sætinu með 18 stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira