Innlent

Annar mannanna sem varð fyrir hnífaárás á Austurvelli er látinn

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Vísir
Annar mannanna sem var stunginn með hnífi á Austurvelli um síðustu helgi er látinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Karlmaður á þrítugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um verknaðinn, en rannsókn málsins miðar vel samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. 

Hinir særðu hlutu áverka á fótum, baki og kviði og voru fluttir á bráðamóttöku Landspítalans. Hinn maðurinn, sem var stunginn með hnífi á sama stað og var sömuleiðis fluttur slasaður á bráðamóttökuna, hefur verið verið útskrifaður af Landspítalanum.

Mennirnir sem voru stungnir voru báðir frá Albaníu en sá sem á að hafa beitt eggvopninu er Íslendingur, allir á þrítugsaldri. Sá sem situr í gæsluvarðhaldi vegna árásarinnar var handtekinn í Garðabæ eftir árásina.






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×