Erlent

Ísraelski herinn gerði loftárás á bækistöð Hamas

Anton Egilsson skrifar
Árásin er sögð vera viðbrögð ísraelska hersins við tveimur flugskeytaárásum frá Gaza svæðinu í dag og í gær
Árásin er sögð vera viðbrögð ísraelska hersins við tveimur flugskeytaárásum frá Gaza svæðinu í dag og í gær Vísir/AP
Ísraelski herinn gerði loftárás á bækistöð Hamas-samtaka Palestínumanna á Gaza svæðinu í kvöld. 

Í frétt AFP um málið kemur fram að árásin séu viðbrögð ísraelska hersins við tveimur flugskeytaárásum frá Gaza svæðinu í dag og í gær. Telur ísraelski herinn að Hamas-samtökin beri ábyrgð á þeim árásum.

Ekki hefur verið staðfest hvort að einhver hafi særst í árásinni en í frétt AFP kemur fram að samkvæmt heimildum frá heilbrigðisráðuneytinu í Gaza séu fjórtán einstaklingar særðir.

Ismail Haniyeh, æðsti leiðtogi Hamas-samtakanna, kallaði í gær eftir árásum á, eða „uppreisn“ Palestínumanna gegn Ísrael. Það gerði hann í kjölfar ákvörðunar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísrael. Ákvörðunin hefur verið gagnrýnd víða um heim.

Ísrael og Bandaríkin telja Hamas vera hryðjuverkasamtök en samtökin hafa háð þrjú stríð gegn Ísrael frá árinu 2007. Hamas viðurkenna ekki tilverurétt Ísrael og meðlimir samtakanna felldu hundruð Ísraelsmanna í átökum á árunum 2000 til 2005. Samtökin eru talin eiga mikinn fjölda eldflauga sem meðlimir þeirra geta notað til að gera árásir á Ísrael.


Tengdar fréttir

Leiðtogi Hamas hvetur almenning til aðgerða

Óttast er að sendiráðstilfærsla Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem geti virkað sem neisti í púðurtunnu. Leiðtogi Hamas vill að Palestínumenn hristi Ísrael af sér en Fatah vill leita diplómatískra leiða til að leysa vandann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×