Lífið

Áhrifavaldar halda fatamarkað til styrktar Fjölskylduhjálpar

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Bloggararnir Thelma Dögg Guðmundssen og Gabríela Líf Sigurðardóttir standa í dag fyrir góðgerðarfatamarkaði. Fengu þær til liðs við sig fleiri áhrifavalda en á markaðnum verða seld föt frá Sönju Valdin, Brynju Dan, Önnu Láru Orlowsku, Aldísi Björk, Sunnevu Einars, Söru í Júník, Lady.is, Ingu Kristjáns, Thelmu Dögg sjálfri og fleiri einstaklingum.  

„Okkur fannst tilvalið að safna saman góðum hóp að fólki sem er virkt á samfélagsmiðlum og nýta krafta okkar til að gefa til góðs,“ segja þær um þetta flotta verkefni. Fatamarkaðurinn er í glersalnum á Höfðatorgi, Katrínartúni 2, frá 12 til 18 í dag.

Allur ágóði rennur til Fjölskylduhjálpar, málstað sem þær völdu vegna þess hversu margir leita til þeirra sem eiga um sárt að binda í kringum jólin.

„Til sölu verða lítið notuð, ónotuð og vel með farin föt á góðu verði. Samhliða fatamarkaðnum ætlum við að eiga skemmtilegan dag þar sem tónlistaratriði verða á staðnum ásamt veglegu happdrætti þar sem ýmis fyrirtæki hafa lagt okkur lið.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×