Körfubolti

Domino's Körfuboltakvöld: Whack er "ekki gott copy-paste“ af Lewis Clinch

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Mikil óánægja ríkir meðal ýmissa stuðningsmanna liði Grindavíkur í Domino's deild karla í körfubolta um erlenda leikmann liðsins, Rashad Whack. Þar fremstur í flokki fer Jón Axel Guðmundsson, ein skærasta stjarna Grindavíkur.

Whack var tekinn fyrir í Domino's Körfuboltakvöldi eftir að Jón Axel setti á Twitter að hann vildi að Grindvíkingar skiptu a Whack og Lewis Clinch, erlenda leikmanninum sem var með Grindvíkingum í fyrra.





„Þetta er svona B útgáfan af Clinch,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, en því mótmælti Fannar Ólafsson: „Nei, þetta er svona áttunda deildin í Þýskalandi.“

„Þetta er ekki rétt „fit“ fyrir liðið. Þetta er hæfileikaríkur leikmaður, ég skal alveg viðurkenna það svo maður sé ekki að fíflast alveg, en hann er ekki að fitta í liðið.“

„Þetta er mjög sérstakt að þessi hafi verið tekinn, vitandi það að þetta er svona nánast copy-paste, samt ekki gott copy-paste, af Lewis Clinch. Þú hefðir átt að taka að sjálfsögðu Lewis Clinch fyrst þú varst að taka þennan leikmann í upphafi,“ tók Hermann Hauksson undir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×