Lífið

Frægur leikari sagði henni að slaka á vegna Harvey Weinstein-málsins

Birgir Olgeirsson skrifar
Jessica Chastain.
Jessica Chastain. Vísir/Gety

Allt frá því mál kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein komst í hámæli fyrr í haust hefur leikkonan Jessica Chastain verið iðin við að tjá sig frjálslega um það mikla vandamál sem kynferðisleg áreitni er innan kvikmyndabransans.



Hún hefur mest látið heyra í sér á Twitter en hún hefur greint frá því að frægur leikari hefði beðið hana um tjá sig ekki svo mikið um Harvey Weinstein.



Hún var gestur í þætti Graham Norton í vikunni en þar sagðist hún hafa fengið tölvupóst frá leikaranum fræga, sem hún nefnir ekki á nafn, sem bað hana um að slaka á. 



„Mér fannst það mjög sorglegt og get aðeins hugsað mér að hann hafi ekki skilið þá miklu byltingu sem átti sér stað,“ sagði Chastain í þætti Graham Norton.



Chastain hafði greint frá því á Twitter að hún hefði verið vöruð við Weinstein frá því hún steig sín fyrstu skref í bransanum. Sömuleiðis tjáði hún sig um ásakanir á hendur leikstjóranum Bryan Singer.

Í viðtali við Daily Beast sagði hún það ekki koma til greina að hafa sig hæga í þessum málum. Hún sagði kvikmyndabransann hafa skapað þá goðsögn að leikarar og leikkonur muni ekki eiga langan feril fyrir höndum ef farið er gegn kerfinu.



„Ég mun ekki láta það viðgangast,“ sagði Chastain við Daily Beast


Tengdar fréttir

Neitar því að hafa nauðgað 17 ára gömlum pilti

Leikstjórinn Bryan Singer neitar ásökunum um að hafa nauðgað 17 ára gömlum pilti á snekkju árið 2003 en samkvæmt dómskjölum sem Deadline komst yfir kærði Cesar Sanchez-Guzman leikstjórann í gær fyrir kynferðislegt ofbeldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×