Innlent

Íslendingur ærðist er honum var meinað um áfengi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Maðurinn bíður nú dóms í borginni Pattaya.
Maðurinn bíður nú dóms í borginni Pattaya. Vísir/AP
Íslendingur hefur setið í fangelsi á Taílandi síðan í lok september fyrir að hafa veist að starfsfólki stórmarkaðar og úðað á það piparúða. Maðurinn bíður nú dóms í borginni Pattaya á suðurströnd landsins. Ekki er gert ráð fyrir því að hann losni í bráð.

Morgunblaðið heldur því fram að ástæða árásarinnar hafi verið sú að maðurinn fékk ekki að kaupa áfengi utan afgreiðslutíma. Áfengi er aðeins selt á ákveðnum tímum dagsins í Taílandi.

Maðurinn hafi misst stjórn á sér þegar starfsfólk markaðarins neitaði honum um afgreiðslu. Því hafi hann ráðist að starsfólkinu og gripið til piparúðans.

Utanríkisráðuneytið reynir nú að aðstoða manninn - „eins og hægt er,“ að því er segir í Morgunblaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×