Golf

Birgir Leifur ekki á meðal efstu manna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson. vísir/getty

Birgir Leifur Hafþórsson hóf í nótt leik á móti í Ástralíu sem er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi, þeirri næststerkustu í heimi.

Birgir Leifur lék á 74 höggum í nótt en hann fékk einn fugl og þrjá skolla. Hann er sem stendur í 107.-124. sæti af 157 kylfingum alls en heimamennirnir Jordan Zunic og Adam Bland eru efstir á sex höggum undir pari.

Fyrr í þessu mánuði freistaði Birgir Leifur þess að vinna sér inn fullan þátttökurétt á mótaröðinni en komst ekki áfram á úrtökumóti sem fór fram á Spáni.

Hann tók þátt í Áskorendamótaröð Evrópu í ár og fagnaði sigri á einu móti.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.