Innlent

Ásmundur Einar Daðason verður félagsmálaráðherra

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ásmundur Einar Daðason, Sigurður Ingi Jóhannsson og Lilja Alfreðsdóttir verða ráðherrar Framsóknarflokksins í nýrri ríkisstjórn.
Ásmundur Einar Daðason, Sigurður Ingi Jóhannsson og Lilja Alfreðsdóttir verða ráðherrar Framsóknarflokksins í nýrri ríkisstjórn. vísir
Ásmundur Einar Daðason verður félagsmálaráðherra í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins.

Þetta var samþykkt á þingflokksfundi Framsóknar nú í hádeginu og greindi Sigurður Ingi Jóhannson, formaður flokksins, frá þessu í samtali við Sunnu Sæmundsdóttur í beinni útsendingu í hádegisfréttum Stöðvar 2.

Þá verður Sigurður Ingi sveitarstjórnar-og samgönguráðherra og Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra.

Þórunn Egilsdóttir verður áfram formaður þingflokks Framsóknar og Willum Þór Þórsson verður formaður fjárlaganefndar.

Ásmundur Einar hefur ekki áður gegnt ráðherraembætti en Sigurður Ingi hefur verið sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra og forsætisráðherra. Þá var Lilja utanríkisráðherra utan þings eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, sagði af sér embætti og uppstokkun varð á ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×