Enski boltinn

Mignolet: Hélt aldrei að þetta væri rautt

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Simon Mignolet, markvörður enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool, sagði það hafa verið rétta ákvörðun hjá sér að brjóta á Mame Diouf í sigri Liverpool á Stoke í gærkvöld.

Atvikið átti sér stað á 39. mínútu leiksins í stöðunni 1-0 fyrir Liverpool. Mignolet felldi Diouf þegar nánast öruggt var að hann hefði skorað, hefði hann fengið að fara óáreittur á markið.

Martin Atkinson, dómari leiksins, gaf Mignolet gula spjaldið fyrir, en hefði að margra mati átt að hafa spjaldið rautt.

„Ég varð að stoppa hann því annars hefði hann skorað og staðan orðið 1-1. Í staðinn fengu þeir aukaspyrnu sem við vörðumst,“ sagði Mignolet.

„Þetta eru viðbrögð og á þessu augnabliki það sem ég hélt ég þyrfti að gera.“

Aðspurður hvort hann hafi hræðst það að fá að líta rauða spjaldið sagði Mignolet: „Mér datt það ekki í hug.“

„Eftir brotið stillti ég boltanum upp fyrir aukaspyrnuna og það kannski hjálpaði. Það var eins og ég væri að segja „Nei, þetta er ekki rautt spjald,““ sagði Simon Mignolet.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×