Enski boltinn

Leggur upp í öðrum hverjum leik

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Kevin De Bruyne hefur gefið sex stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni í vetur.
Kevin De Bruyne hefur gefið sex stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni í vetur. vísir/getty
Kevin de Bruyne á bestu stoðsendingatölfræði í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Það kemur þó lítið á óvart, þar sem Belginn hefur verið framúrskarandi með Manchester City.

De Bruyne gefur að meðaltali stoðsendingu á 178 mínútna fresti í úrvalsdeildinni. Það eru því minna en tveir leikir á milli stoðsendinga miðjumannsins knáa.

Næstur á listanum er Portúgalinn Nani, sem spilaði með Manchester Untied á árunum 2007-2015. Mínúturnar á milli stoðsendinga hans voru 226, jafn margar og hjá hinum spænska Cesc Fabregas.

Síðastur inn á topp 10 listann er Ryan Giggs með 289 mínútur milli stoðsendinga. Þess má geta að aðeins þeir sem hafa gefið 25 eða fleiri stoðsendingar voru með í útreikningunum.

Gylfi Þór Sigurðsson hefur gefið 36 stoðsendingar í úrvalsdeildinni á 13965 mínútum. Meðaltal hans er því 387 mínútur á milli stoðsendinga, eða þó nokkuð frá því að komast inn á topp 10 listann.

Jóhann Berg Guðmundsson er aðeins með 11 stoðsendingar, og meðaltalið 531 mínúta á milli þeirra. Eiður Smári Guðjohnsen kemst heldur ekki inn í útreikningana, með 24 stoðsendingar.



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×