Enski boltinn

Leggur upp í öðrum hverjum leik

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Kevin De Bruyne hefur gefið sex stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni í vetur.
Kevin De Bruyne hefur gefið sex stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni í vetur. vísir/getty

Kevin de Bruyne á bestu stoðsendingatölfræði í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Það kemur þó lítið á óvart, þar sem Belginn hefur verið framúrskarandi með Manchester City.

De Bruyne gefur að meðaltali stoðsendingu á 178 mínútna fresti í úrvalsdeildinni. Það eru því minna en tveir leikir á milli stoðsendinga miðjumannsins knáa.

Næstur á listanum er Portúgalinn Nani, sem spilaði með Manchester Untied á árunum 2007-2015. Mínúturnar á milli stoðsendinga hans voru 226, jafn margar og hjá hinum spænska Cesc Fabregas.

Síðastur inn á topp 10 listann er Ryan Giggs með 289 mínútur milli stoðsendinga. Þess má geta að aðeins þeir sem hafa gefið 25 eða fleiri stoðsendingar voru með í útreikningunum.

Gylfi Þór Sigurðsson hefur gefið 36 stoðsendingar í úrvalsdeildinni á 13965 mínútum. Meðaltal hans er því 387 mínútur á milli stoðsendinga, eða þó nokkuð frá því að komast inn á topp 10 listann.

Jóhann Berg Guðmundsson er aðeins með 11 stoðsendingar, og meðaltalið 531 mínúta á milli þeirra. Eiður Smári Guðjohnsen kemst heldur ekki inn í útreikningana, með 24 stoðsendingar.


 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.