Íslenski boltinn

Valur plokkar skrautfjaðrirnar af KR

Ásdís Karen og Guðrún Karítas eru komnar í rautt.
Ásdís Karen og Guðrún Karítas eru komnar í rautt. mynd/valur
Valur heldur áfram að styrkja sig fyrir átökin í Pepsi-deild kvenna á næsta tímabili.

Í dag skrifuðu Ásdís Karen Halldórsdóttir og Guðrún Karítas Sigurðardóttir undir samning við Val. Þær koma báðar frá KR.

Ásdís Karen, sem verður 18 ára í desember, er í hópi efnilegustu leikmanna landsins. Hún skoraði þrjú mörk í 18 leikjum í Pepsi-deildinni á síðasta tímabili.

Ásdís Karen hefur leikið 25 leiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað í þeim sex mörk.

Guðrún Karítas, sem er 21 árs, er uppalin hjá ÍA en hefur einnig leikið með Stjörnunni. Guðrún Karítas skoraði tvö mörk í 16 leikjum í Pepsi-deildinni á síðasta tímabili.

Guðrún Karítas, sem var valin efnilegasti leikmaður Pepsi-deildarinnar 2014, hefur leikið 16 leiki fyrir yngri landsliðin og skorað sex mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×