Innlent

Viðræður fara á fullt aftur eftir helgarfrí

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Bjarni, Katrín og Sigurður Ingi funda í Ráðherrabústaðnum í dag.
Bjarni, Katrín og Sigurður Ingi funda í Ráðherrabústaðnum í dag. vísir/eyþór

Formenn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar hittust ekki í gær eins og áformað var, en hlé var gert á fundum síðdegis á föstudag vegna haustfundar Miðstjórnar Framsóknarflokksins sem fór fram á föstudag og laugardag.

Formennirnir töluðu hins vegar saman í síma og settu sér fyrir heimavinnu sem þau unnu hvert í sínu lagi. Viðræðum verður fram haldið í dag og hittast formennirnir nú fyrir hádegi í Ráðherrabústaðnum.

Enn er unnið að því að hnýta lausa enda í málefnasamningi flokkanna en beðið verður með viðræður um skiptingu ráðuneyta þar til í lok viðræðna þegar málefnasamningur flokkanna liggur fyrir.

Búast má við að viðræðum ljúki ekki fyrr en undir lok vikunnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.