Innlent

Ferðamaður gekk berserksgang

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Maðurinn hafði farið hamförum á Laugavegi.
Maðurinn hafði farið hamförum á Laugavegi. Vísir
Lögreglan hafði afskipti af drukknum manni við Laugaveg á ellefta tímanum í gærkvöldi. Um er að ræða erlendan ferðamann sem grunaður er um eignaspjöll, meðal annars er honum gefið að hafa sök að hafa brotið rúðu í bifreið. Í dagbók lögreglunnar er greint frá því að brot mannsins séu nokkur en þau ekki nánar tilgreind. Maðurinn var fluttur á lögreglustöðina á Hverfisgötu þar sem hann hefur sofið úr sér vímuna í nótt.

Annar maður var handtekinn við Fróðaþing í Kópavogi klukkan korter yfir fjögur í morgun, grunaður um innbrot í bifreiðar. Á manninum fundust munir sem taldir eru hafa verið úr bifreiðunum sem hann braust inn í. Hann var að sama skapi fluttur á næstu lögreglustöð fyrri rannsókn málsins.

Þá voru tveir ökumenn stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum vímuefna og einn ökumaður reyndist ökuréttindalaus og var akstur hans því stöðvaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×