Enski boltinn

Sóknarleikur Manchester United tvöfalt betri með Paul Pogba

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Paul Pogba snéri aftur í lið Manchester United um helgina og var með mark og stoðsendingu í 4-1 sigri á Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni.

Pogba byrjaði tímabilið frábærlega eins og allt Manchester United liðið en United liðið var búið að sakna hans í meiðslunum. Það má sjá svipmyndir frá leiknum í spilaranum hér fyrir ofan.

Það er rosalegur munur á markaskori Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í vetur eftir því hvort að Paul Pogba sé með liðinu eða ekki.

United-liðið er nefnilega að skora tvöfalt fleiri mörk í leikjunum fimm sem Paul Pogba hefur spilað en í þeim sjö sem hann hefur misst af í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.







Manchester United með Paul Pogba í ensku úrvalsdeildinni 2017-18

4-0 sigur á West Ham

4-0 sigur á Swansea

2-0 sigur á Leicester

2-2 jafntefli við Stoke

4-1 sigur á Newcastle

5 leikir, 4 sigrar, 1 jafntefli

13 stig af 15 mögulegum (87 prósent)

Markatalan: +13 (16-3)

3,2 mörk skoruð að meðaltali í leik

Manchester United án Paul Pogba í ensku úrvalsdeildinni 2017-18

4-0 sigur á Everton

1-0 sigur á Southampton

4-0 sigur á Crystal Palace

0-0 jafntefli við Liverpool

1-2 tap fyrir Huddersfield

1-0 sigur á Tottenham

0-1 tap fyrir Chelsea

7 leikir, 4 sigrar, 1 jafntefli, 2 töp

13 stig af 21 mögulegu (62 prósent)

Markatalan: +8 (11-3)

1,6 mörk skoruð að meðaltali í leik




Fleiri fréttir

Sjá meira


×