Enski boltinn

Pulis rekinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tony Pulis þarf að finna sér nýja vinnu.
Tony Pulis þarf að finna sér nýja vinnu. vísir/getty
Enska úrvalsdeildarliðið West Brom hefur rekið Tony Pulis úr starfi knattspyrnustjóra.

West Brom hefur ekki unnið leik síðan í 2. umferð og kornið sem fyllti mælinn var 0-4 tap fyrir Chelsea á laugardaginn.

Aðstoðarþjálfarinn Gary Megson tekur við West Brom til bráðabirgða.

Pulis tók við West Brom í byrjun árs 2015. Á fyrsta tímabili hans við stjórnvölinn endaði liðið í 13. sæti. Á síðasta tímabili endaði West Brom svo í 10. sæti.

Í vetur hefur hins vegar ekkert gengið og West Brom er aðeins einu stigi frá fallsæti eftir 12 umferðir.


Tengdar fréttir

Vilja Pulis burt

Stuðningsmenn West Bromwich Albion vilja sjá knattspyrnustjóra liðsins, Tony Pulis, rekinn frá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×