Enski boltinn

Messan: Íslendingur á Old Trafford um helgina | Hvað er hann að þvælast þarna?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslendingar eru duglegir að drífa sig út á leiki í ensku úrvalsdeildinni og síðasta helgi var engin undantekning á því.

Guðmundur Benediktsson og félagar í Messunni vöktu athygli á því að gömul kempa úr boltanum kom í mynd þegar Zlatan Ibrahimovic var skipt inná völlinn í 4-1 sigri Manchester United á Newcastle.

Guðmundur Benediktsson og Reynir Leósson þekkja hann vel enda báðir unnið Íslandsmeistaratitla með honum.

„Hann hefur unnið nokkra titla þessi,“ sagði Reynir Leósson.

„Hann talar ekki lítið þessi. Þetta er Balli kúta. Hvað er hann að þvælast þarna. Leedsari á fremsta bekk sem hatar ekki myndavélina. Dóttir hans var líka hress,“ sagði Guðmundur Benediktsson.

Baldur Aðalsteinsson varð Íslandsmeistari með Reyni Leósósson með ÍA 2001 og hann varð Íslandsmeistari með Gumma Ben þegar þeir voru saman hjá Val 2007.

Það má sjá þegar Íslendingarnir komu í mynd í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×