Golf

Valdís Þóra upp um 104 sæti á heimslistanum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Valdís Þóra Jónsdóttir með ungum aðdáendum.
Valdís Þóra Jónsdóttir með ungum aðdáendum. Mynd/LET/Tristan Jones
Valdís Þóra Jónsdóttir stekkur upp um 104 sæti á heimslistanum í golfi.

Íslandsmeistarinn 2017 lenti í 3. sæti á Sanya Ladies Open mótinu í Kína um helgina. Þetta var besti árangur Valdísar á Evrópumótaröðinni.

Valdís er komin upp í 410. sæti á heimslistanum og hefur farið upp um tæp 350 sæti á einu ári.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fer niður um eitt sæti á heimslistanum. Hún er í 180. sæti og hefur farið upp um rúm 420 sæti á heimslistanum á einu ári.

Eins og fjallað er um á golf.is eru Ólafía og Valdís báðar í góðri stöðu þegar kemur að því að tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Tókýó 2020.


Tengdar fréttir

Ólafía Þórunn missti flugið á seinni níu

Ólafía byrjaði daginn vel en lenti í töluverðum erfiðleikum á seinni níu og fékk fjóra skolla en enga fugla á þriðja degi lokamóts LPGA-mótaraðarinnar.

Góður lokasprettur skaut Ólafíu upp í 19. sæti

Ólafía Þórunn deilir 19. sæti að fyrsta hring loknum á á CME Group Tour Championship mótinu en hún fékk þrjá fugla á fjórum holum sem skaut henni um tíma upp í toppbaráttuna

Ólafía kemur ekki lengur á óvart

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilar á lokamóti LPGA-mótaraðarinnar sem hefst í dag. Staðfesting á frábærri spilamennsku á þessu ári. Ungur kylfingur vann lokamótið í fyrra þannig að allt getur gerst.

Ólafía tapaði tveimur höggum í dag

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék annan hringinn á CME-mótinu í Flóría á 74 höggum í dag eða tveimur höggum yfir pari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×