Erlent

Morrissey tekur til varna fyrir Spacey og Weinstein

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Breski tónlistarmaðurinn Morrissey segir að skilgreiningar á áreitni og kynferðisofbeldi séu orðnar of víðar.
Breski tónlistarmaðurinn Morrissey segir að skilgreiningar á áreitni og kynferðisofbeldi séu orðnar of víðar.

Breski tónlistarmaðurinn Morrissey segir að skilgreiningar á áreitni og kynferðisofbeldi séu orðnar of víðar. Hann segir að ásakanir á hendur leikaranum Kevin Spacey séu óverðskuldaðar og að það sé „fáránlegt“ að Spacey hafi verið klipptur út úr óútkominni kvikmynd.

„Allir sem hafa nokkurn tímann sagt „ég fíla þig“ eru allt í einu kærðir fyrir kynferðislega áreitni,“ sagði Morrissey í viðtali við þýska dagblaðið Der Spiegel.

Morrissey, sem gerði garðinn frægan með hljómsveitinni The Smiths, hóf viðtalið á því að segja að honum fyndist nauðganir ógeðslegar og að allar líkamlegar árásir væru viðbjóður.

„Ég hata nauðgun, en í mörgum tilfellum lítur maður á aðstæðum og hugsar að sá sem er talinn vera þolandi hafi bara orðið fyrir vonbrigðum,“ sagði Morrissey.

Alltaf meðvitaður um aðstæður

Hann tók sem dæmi ásakanir leikarans Anthony Rapp, sem segir að Kevin Spacey hafi áreitt hann í partýi þegar Rapp var 14 ára gamall. Rapp sagði í samtali við Buzzfeed

Rapp sagði að Spacey, sem þá var 26 ára gamall, hefði lagst ofan á hann í partýi í íbúð Spacey árið 1986 og að hann hafi reynt að draga hann á tálar.

Morrissey segir að saga Rapp sé ekki trúverðugleg.

„Ég veit ekki með þig, en ég var aldrei í svona aðstæðum í minni æsku,“ segir hann.

„Aldrei. Ég var alltaf meðvitaður um hvað gæti gerst. Þegar þú ert inni í svefnherbergi einhvers þá hlýtur þú að vera meðvitaður um hvað gæti gerst.“

Efast um frásagnir fimmtíu kvenna

Morrissey sagðist einnig efast um sögur þeirra tuga kvenna sem hafa sakað kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um kynferðisofbeldi.

„Fólk veit nákvæmlega hvað er í gangi,“ sagði Morrissey aðspurður um að Weinstein hafi boðið leikkonum upp á hótelherbergi. „Þær spila með“

„Eftir á líður þeim vandræðalega eða skammast sín. Þá snúa þær þessu við og segja „Ég varð fyrir árás, ég var hissa. En ef allt fór vel og ef þetta hefði bætt feril þeirra hefðu þær aldrei sagt neitt,“ segir Morrissey.

Minnst 50 konur hafa sakað Weinstein um kynferðislega áreitni, kynferðisofbeldi, nauðgun og misnotkun. Atvikin áttu sér stað á fjörutíu ára tímabili. Morrissey bætti við að margir frægir tónlistarmenn hefðu sofið hjá aðdáendum sem væru undir samræðisaldri.

„Í gegnum sögu tónlistar og rokksins hafa verið tónlistarmenn sem sváfu með grúppíum,“ sagði hann en tók fram að hann væri ekki einn af þeim.

„Ef þú lítur yfir söguna þá eru nær allir sekir um að sofa hjá fólki undir lögaldri. Af hverju ætti ekki að henda öllum í fangelsi strax?“


Tengdar fréttir

Ridley Scott lætur Kevin Spacey fjúka

Breski kvikmyndaleikstjórinn Ridley Scott ætlar að skipta bandaríska leikaranum Kevin Spacey út fyrir annan leikara í nýjustu kvikmynd sinni, All the Money in the World, en aðeins er rúmur mánuður í að myndin verði frumsýnd.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×