Enski boltinn

Fjórðungur liðanna búin að reka stjóra

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Slaven Bilic og Tony Pulis eru báðir atvinnulausir.
Slaven Bilic og Tony Pulis eru báðir atvinnulausir. vísir/getty
Þótt aðeins 102 dagar séu síðan flautað var til leiks í ensku úrvalsdeildinni hafa fimm knattspyrnustjórar misst starfið sitt. Fjórðungur liðanna í deildinni hefur því rekið stjóra það sem af er tímabili.

Frank De Boer varð fyrstur til að fá sparkið, 11. september síðastliðinn. Crystal Palace rak Hollendinginn eftir aðeins fjóra leiki sem allir töpuðust.

Sautjánda október rak Leicester City Craig Shakespeare og aðeins sex dögum síðar fékk Ronald Koeman sparkið hjá Everton.

West Ham rak Slaven Bilic 7. nóvember og í dag lét West Brom Tony Pulis fara. West Brom hefur ekki unnið leik síðan í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Palace, Leicester og West Ham eru öll búin að ráða nýjan stjóra en Everton og West Brom eru enn stjóralaus.


Tengdar fréttir

Pulis rekinn

Enska úrvalsdeildarliðið West Brom hefur rekið Tony Pulis úr starfi knattspyrnustjóra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×