Innlent

Ferðamaður ökklabrotnaði þegar hann renndi sér fótskriðu niður brúarbita við Skaftafell

Birgir Olgeirsson skrifar
Kalla þurfti til þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna ferðamannsins.
Kalla þurfti til þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna ferðamannsins. Vísir/Vilhelm
 Ferðamaður slasaðist þegar hann hugðist renna sér fótskriðu niður eftir brúarbita við minnismerki skammt frá Skaftafelli í síðustu viku. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi um verkefni hennar í síðustu viku. Þar segir að ferðamaðurinn ökklabrotnaði við þetta athæfi og þurfti að flytja hann með þyrlu af vettvangi.

Á laugardagsmorgun var maður handtekinn þegar í heimahúsi á laugardagsmorgun grunaður um að hafa brotist inn á heimili í bænum. Hann var færður í klefa og síðar yfirheyrður en kannaðist hvorki við brot sín eða gat gefið skýringar á því hvers vegna þýfið var á handtökustað hans. 

Á laugardag hafði lögreglan afskipti af fjórtán rjúpnaskyttum. Lagði lögreglan hald á þrjú skotvopn og voru þrjú til viðbótar færð tímabundið í vörslu lögreglu. Tveir aðilar voru kærðir fyrir vopnalagabrot. Um var að ræða skyttur sem höfðu ekki tilskilin leyfi meðferðis eða vopn í láni án lánsheimildar.  





Fleiri fréttir

Sjá meira


×